fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Táningsbræður ákærðir fyrir morð – Þetta varð til þess að lögreglan gómaði þá

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 09:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Táningsbræður frá bænum Somerset í New Jersey-fylki Bandaríkjanna, hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að lögregla kom að þeim að fela lík úti í skóg. Ástæðan fyrir því að lögreglunni tókst að góma bræðurna var sú að þeir skyldu eftir hættuljósin (e. hazard lights) á bifreið sinni. New York Post greinir frá þessu.

Hinn nítján ára gamli Anthony Gamble, og hinn sautján ára gamli Joshua Gamble, eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Báðir þeirra munu fara fyrir dóm líkt og um fullorðna, sakhæfa menn sé að ræða. Það voru lögregluþjónar í Pennsylvaníu-fylki sem handtóku þá nálægt smábænum Richland.

Bræðurnir fóru á vettvang á tveimur mismunandi bílum. Þeir lögðu úti í vegkanti og settu á hættuljósin. Lögreglu bar óvænt að garði og ákvað að kanna bílana betur, en lögregluþjónanna grunaði að árekstur hefði átt sér stað. Þá sáu þeir yngri bróðurinn liggjandi á jörðinni, í hönskum og í blóðugum skóm. Hann var handtekinn, og í kjölfarið sást hinn bróðirinn hlaupa að bílnum sínum, sem tókst ekki, en lögreglan náði honum. Sá var einnig klæddur í hanska og blóðug föt.

Í kjölfarið gerði lögreglan leit á svæðinu og fann lík í skóginum og stóran hníf í öðrum bílnum. Bræðurnir hafa nú báðir verið ákærðir fyrir morð, glæpsamlegt samsæri, og vörslu morðvopns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi