fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2004 fundnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 15:22

Barry Coughlan. Skjáskot BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann fyrsta maí árið 2004 yfirgaf Barry Coughlan krá eina í hafnarbænum Crosshaven á Suður-Írlandi. Hvorki hefur spurst né heyrst til hans síðan. Barry var 23 ára gamall, hraustur og duglegur ungur maður. Hvarf hans hefur allar götur síðan verið ráðgáta og meðal annars uppspretta fréttaskýringaþátta í sjónvarpi.

En fyrir þremur vikum fundust líkamsleifar Barrys og breskir fjölmiðlar greina frá því í dag. Rauðri Toyoyta fannst undan Hugh Coveney höfninni í Crosshaven. Um er að ræða sama bíl og Barry átti á sínum tíma. Rannsóknamenn írsku lögreglunnar hafa borið kennsl á líkamsleifarnar og úrskurðað að þetta séu líkamsleifar Barrys.

Það voru áhugakafarar sem voru að kafa fyrir utan umrædda höfn sem fundu bílflakið og líkamsleifarnar. Gerðist þetta þann 26. maí síðastliðinn. Kafararnir létu lögreglu vita sem skömmu síðar girti svæðið af og hóf að koma bílflakinu upp á land.

Ekki kemur fram í fréttum hvort álitið sé að andlát Barrys hafi verið slys, sjálfsvíg eða morð.

Sjá nánar á vef Irish Mirror

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna