fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Hryllingur í Þýskalandi – Maður myrti fyrrverandi eiginkonu og bróður hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 17:14

Skjáskot Bild

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllilegur atburður átti sér stað í dag í smábænum Espelkamp í héraðinu Nordrhein Westfalen, sem er vestarlega í Þýsklandi. Maður vopnaður byssu skaut fyrrverandi eiginkonu sína og bróður hennar.

Bild greinir frá. Atburðurinn átti sér stað laust fyrir hádegi. Er lögregla kom á vettvang var bróðir konunnar látinn en konan lést skömmu síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Sjónarvottar sem sáu til mannsins og heyrðu fjóra byssuhvelli höfðu samband við lögreglu. Hóf lögregla mjög fljótt eftirleit að hinum grunaða og fann hann skömmu síðar, ekki langt frá bænum, eða í um tíu kílómetra fjarlægð. Hann særðist lítillega í skotbardaga við lögregluna og er í haldi lögreglu.

Aðeins 25 þúsund manns búa í Espelkamp og þar munu skelfilegir atburðir á borð við þennan vera fátíðir.

Sá sem grunaður er um morðin er 52 ára gamall. Aldur fórnarlambanna kemur ekki fram í frétt Bild. Maðurinn er sagður hafa ógnað og eltihrellt fyrrverandi eiginkonu sína eftir skilnað þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi