fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Netanyahu veittist að Bandaríkjunum og eftirmanni sínum í kveðjuræðu sinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 07:59

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanyahu lét í gærkvöldi af embætti forsætisráðherra Ísraels eftir 12 ár. Kveðjustundin var ekki alveg laus við dramatík og veittist Netanyahu að Bandaríkjunum og eftirmanni sínum í embætti.

Það er Naftali Bennett sem er nú forsætisráðherra Ísraels en þing landsins greiddi atkvæði um ríkisstjórn hans í gær og samþykkti hana með minnsta mun, einu atkvæði. Bennett gekk illa að fá orðið á þinginu í gær en pólitískir andstæðingar hans gerðu hróp að honum.

Bennett er leiðtogi öfgahægriflokks. Átta flokkar standa að nýju ríkisstjórninni og eiga eiginlega það eitt sameiginlegt að hafa viljað koma Netanyahu frá völdum. Flokkarnir eru allt frá öfgahægriflokki til öfgavinstriflokks.

Í kveðjuræðu Netanyahu kom berlega í ljós að hann hefur engan áhuga á að reyna að byggja upp gott samband við Bennett. Hann kom með háðulega hvatningu til hans um að reyna að valda eins litlu tjóni og hann gæti á þeim frábæra efnahag sem ríkisstjórn hans tekur nú við til að gera Netanyahu og samstarfsfólki hans auðveldar fyrir þegar það taki aftur við völdum fljótlega.

Hann skaut einnig föstum skotum á Bandaríkin, sem eru nánasti bandamaður Ísraels. Óvenjulegt er að Ísrael gagnrýni Bandaríkin en Netanyahu gagnrýndi stjórn Biden og hugsanlega endurupptöku kjarnorkusamningsins við Íran.

„Nýja stjórnin í Bandaríkjunum bað mig um að halda ósætti okkar um kjarnorkumálin okkar á milli og ekki opinbera það. Ég sagði að það myndi ég ekki gera og ég skal segja ykkur af hverju: Af því að sagan er að endurtaka sig fyrir augum okkar,“ sagði hann og bætti við að Bandaríkin hafi neitað að varpa sprengjum á járnbrautarteina sem lágu að útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni og að Bandaríkjamenn hafi neitað að varpa sprengjum á gasklefana. „Það hefði getað bjargað milljónum mannslífa. Þá áttum við ekkert land eða her. En í dag höfum við rödd og getu til að verja okkur,“ sagði hann.

Hann sagðist einnig hafa skýrt varnarmálaráðherra Bandaríkjanna frá því í apríl að hann myndi „gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir samning sem gerir Íran að kjarnorkuveldi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann