fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Hvað er eiginlega í gangi á þessari mynd? Netverjar veltast um af hlátri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 05:32

Þetta er svolítið sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Mynd:he Jimmy Carter Presidential Libary

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein mynd segir meira en þúsund orð. Eitthvað á þessa leið er stundum sagt um áhrifamátt ljósmynda. Það má kannski segja að þetta eigi við um myndina sem er tilefni þessarar greinar en samt ekki því myndin vekur upp ákveðnar spurningar. Á henni sjást Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og eiginkona hans, Jill Biden, við hlið Jimmy og Rosalyn Carter, fyrrum forsetahjóna. Rosalyn er 93 ára og Jimmy 96 ára.

Eins og sjá má þá sitja Carter-hjónin í sitt hvorum stólnum og við hlið þeirra eru Jill og Joe Biden. En það sem hefur vakið athygli netverja er hið undarlega sjónarhorn sem einkennir myndina en það gerir að verkum að Carter-hjónin virðast vera mjög lítil og Biden-hjónin mjög stór.

„Ég elska þetta en Carter-hjónin líkjast fólki úr dúkkuhúsi,“ skrifaði einn á Twitter.

„Það er eins og tveir risar hafi heimsótt Carter-hjónin,“ skrifaði annar.

Jeffrey Lieber, handritshöfundur, skemmti sér greinilega vel yfir myndinni miðað við færslur hans á Twitter: „Undarlegt sjónarhorn . . . nema þetta sé atriði sem var klippt úr Hringadróttinssögu?“

„Ég elska allt við þessa mynd en hvað er það sem ég sé? Er þetta lítið hús? Eru Biden-hjónin risar? Eru Carter-hjónin strumpar?“ spurði Melinda Henrickson í Twitterfærslu.

Donald Trump hefur síðan ratað inn í umræðurnar því í eftirfarandi tísti er spurt hvort skrifborðið sem hann situr við á ljósmyndinni sé frá tíma Carter í Hvíta húsinu?

Gamlir vinir

Jimmy Carter og Joe Biden eru gamlir vinir og samstarfsmenn. Biden var einn nánasti bandamaður Carter í forsetatíð hans. Biden var einnig fyrsti þingmaðurinn sem studdi Carter þegar hann tilkynnti að hann vildi verða forsetaframbjóðandi Demókrata. Carter-hjónin gátu ekki verið viðstödd innsetningarathöfn Biden í janúar vegna heimsfaraldursins en nú hafa þau verið bólusett gegn kórónuveirunni og því ákváðu Biden-hjónin að heimsækja þau í tilefni þess að Biden hafði verið 100 daga í embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“