fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 22:30

Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Steven Bailey uppgötvaði og tók óhugnanlegar myndir af yfirgefnu húsi á dögunum. Myndirnar vöktu athygli The Sun sem fjallaði um málið en eigendur hússins létu lífið fyrir þremur árum síðan. Húsið hefur síðan þá verið í niðurníðslu en eins og sjá má á myndunum er mygla og óhreinindi um alla veggi og loft í húsinu.

Steven, sem er 40 ára gamall, segir að magn myglunnar í húsinu hafi verið ótrúlegt. „Hún var út um alla veggi, loft og á húsgögnunum,“ segir hann og bendir á ástæðuna fyrir þessu gríðarlega magni af myglu. „Það er risastórt gat á þakinu svo vatnið lekur í gegn og bleytir allt.“

Húsið var fyrst byggt fyrir fiskeldi en árið 2003 var því breytt í fínt og fallegt sveitasetur. Steven segir að í húsinu séu að minnsta kosti 30 herbergi auk þess sem þar má finna sundlaug innanhúss og afar stóra tjörn í garðinum. Árið 2018 létust eigendur hússins og svo virðist vera sem enginn hafi stigið fæti þangað inn síðan.

„Þrátt fyrir þetta allt saman er stór hluti setursins í merkilega góðu ástandi,“ segir Steven. „Það voru falleg viðarhúsgögn í flestum herbergjunum og jafnvel myndir af fyrri eigendum og gæludýrum þeirra í mörgum herbergjanna.“

Steven segir að honum hafi fundist arininn í stofunni verið áhugaverðastur en um afar stóran og fínan arinn er að ræða. „Þetta hefur verið frábær staður til að sitja saman og slaka á.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af sveitasetrinu sem um ræðir:

Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Mynd: Mediadrumimages / @the__urban__p
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu