fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Pressan

Hafa áhyggjur af stjórnlausri kínverskri eldflaug – Getur valdið miklu tjóni þegar hún hrapar til jarðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 05:22

Long March 5B þegar henni var skotið á loft 29. apríl. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti af risastórri eldflaug, sem Kínverjar notuðu til að skjóta fyrsta hluta Tianhe geimstöðvarinnar á loft þann 29. apríl, er nú stjórnlaus á braut um jörðina og mun hrapa til jarðar fyrr eða síðar. Óttast er að eldflaugin geti valdið tjóni þegar hún hrapar til jarðar.

Samkvæmt frétt The Guardian var Long March 5B eldflaug skotið á loft þann 29. apríl með hluta af nýrri geimstöð Kínverja og kom honum á braut um jörðina. Eldflaugin, sem var 30 metrar á hæð, fór síðan sjálf á braut um jörðina en í mun minni hæð. Það stefnir því í að koma eldflaugarinnar inn í gufuhvolfið verði algjörlega stjórnlaus en aldrei fyrr hefur svo stór manngerður hlutur komið stjórnlaust inn í gufuhvolfið en hann vegur um 20 tonn.

„Þetta lítur hugsanlega ekki vel út. Síðast þegar þeir skutu Long March 5B eldflaug á loft endaði það með því að stór málmstykki hröpuðu niður og skemmdu fjölda bygginga á Fílabeinsströndinni,“ sagði Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard háskólann. „Megnið brann upp en risastór málmstykki hröpuðu til jarðar. Við vorum mjög heppin að enginn meiddist,“ sagði hann einnig.

SpaceNews segir að áhugamenn á jörðu niðri hafi séð að eldflaugin sé stjórnlaus og snúist. Það og hraði hennar gerir að verkum að ekki er hægt að spá fyrir um hvar er líklegast að hún komi niður þegar aðdráttarafl jarðarinnar dregur hana til sín. McDowell sagði að líklegast sé að hún lendi í sjónum því hafið þekur 71% af yfirborði jarðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirborð Meadvatns hefur aldrei verið eins lágt – Vatnsskortur yfirvofandi

Yfirborð Meadvatns hefur aldrei verið eins lágt – Vatnsskortur yfirvofandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað varð um Ben?

Hvað varð um Ben?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu