fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Komu upp um barnaníðingshring með 400.000 meðlimum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 06:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska sambandslögreglan, Bundeskriminalamt (BKA), kom nýlega upp um vefsvæði á hinu svokallaða djúpneti þar sem barnaklámi var deilt. Voru rúmlega 400.000 manns félagar á þessu svæði sem lögreglan hefur nú lokað.

BKA segir að vefsvæðið hafi verið starfrækt síðan 2019. Der Tagesspiegel skýrir frá þessu. Fram kemur að þrír menn, sem eru taldir höfuðpaurarnir, hafi verið handteknir. Einn er fertugur maður frá Paderborn, annar er 49 ára maður frá München og sá þriðji er 48 ára frá norðanverðu Þýskalandi. Sá síðastnefndi hefur búið í Suður-Ameríku árum saman en var nýverið handtekinn í Paragvæ. Þremenningarnir eru taldir hafa verið stjórnendur vefsvæðisins og þeir eru einnig grunaðir um að hafa komið að stofnun þess.

Vefsvæðið hét Boystown og fengu meðlimir þess leiðbeiningar frá þremenningunum um hvernig þeir ættu að nota vefsvæðið án þess að eiga á hættu að lögreglan kæmist á slóð þeirra.

Boystown er talið vera eitt af stærstu vefsvæðum heims hvað varðar barnaklám. Áður en svæðinu var lokað var hægt að komast inn á það á djúpnetinu. Á vefsvæðinu var barnaklámi, alls staðar að úr heiminum, dreift. Aðallega var um að ræða kynferðisofbeldi gagnvart drengjum.

Meðlimirnir gátu spjallað saman á sérstökum rásum og á þeim gátu þeir einnig skipst á myndefni.

BKA vann að rannsókn málsins í marga mánuði í samvinnu við Evrópulögregluna Europol. Að auk komu lögregluembætti í Hollandi, Svíþjóð, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada að rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri