fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Nýrrar skýrslu um fljúgandi furðuhluti beðið með mikilli eftirvæntingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. maí 2021 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa bandarísk stjórnvöld hunsað tilkynningar um dularfulla fljúgandi furðuhluti sem sáust á bannsvæðum hersins. Þau eru nú farin að viðurkenna að óþekktir fljúgandi furðuhlutir, UFO, séu í raun til. Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar þetta sem óþekkt fljúgandi fyrirbæri.

Í nýlegri umfjöllun CNN um málið er farið yfir það sem vitað er um fljúgandi furðuhluti og þá sérstaklega í ljósi þess að í júní munu bandarísk stjórnvöld birta skýrslu um málið og verður hún opinber öllum.

Bandaríkjaher hefur nýlega staðfest að myndbönd og ljósmyndir af undarlegum fljúgandi hlutum séu ósvikin. Þetta hefur kynt undir vangaveltur um hvað Pentagon veit um slíka hluti og hvað hefur verið gert í málunum. Bent er á að enn sé of snemmt að velta fyrir sér hvort þetta séu hlutir sem koma frá öðrum plánetum. Fljúgandi furðuhlutir eru skilgreindir sem fljúgandi hlutir sem líta öðruvísi út en flugvélar sem þekktar eru hér á jörðinni og hreyfa sig öðruvísi.

En hvort það eru geimverur sem stýra þessum loftförum, eða hvað sem þetta nú er, er annað mál. En sú staðreynd að bandarísk yfirvöld hafa nú viðurkennt að fljúgandi furðuhlutir séu til vekur auðvitað upp spurninguna um hvort við séum ein í alheiminum. Luis Elizondo, sem stýrði leynilegum rannsóknum Pentagon á tilkynningum um fljúgandi furðuhluti, sagði í samtali við CNN 2017 að persónulega telji hann „mjög sannfærandi gögn liggja fyrir um að við séu ekki endilega ein í alheiminum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks