fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkjastjórn vill herða tökin á „draugavopnum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur lofað að grípa til aðgerða vegna þess mikla vanda sem er uppi í Bandaríkjunum vegna ofbeldisverka þar sem skotvopn koma við sögu. Á föstudaginn var skref stigið í þessa átt þegar dómsmálaráðuneytið tilkynnti um skref í átt að hertri skotvopnalöggjöf.

Ráðuneytið leggur til að skotvopnaframleiðendur verði þvingaðir til að láta öll skotvopn bera raðnúmer. Með þessu er ætlunin að ná til svokallaðra „draugavopna“ en það eru skotvopn án raðnúmera en ekki þarf leyfi til að kaupa þau og þau eru ekki skráð. Það útilokar að yfirvöld geti rakið þau.

Ráðuneytið leggur til að auk raðnúmera á vopnin sjálf verði framleiðendum gert skylt að setja raðnúmer á einstaka hluta skotvopna sem eru seldir sér, hvort sem er sem varahlutir eða til vopnaframleiðslu.

Ráðuneytið segir að frá 2016 til 2020 hafi yfirvöld lagt hald á rúmlega 23.000 „draugavopn“. Öll voru þau án raðnúmers. Þessi skotvopn eru yfirleitt sett saman úr ýmsum hlutum sem oft eru keyptir á netinu og einnig eru hlutir, prentaðir með þrívíddarprenturum, notaðir í þau.

Ráðuneytið segir að „draugavopn“ tengist að minnsta kosti 325 morðum og morðtilraunum á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi