fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 22:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glímir þú við slæma timburmenn eftir áfengisdrykkju? Áttu þá til að æla? Því lenda sumir í en hvað veldur þessu?

Það að fólk ælir þegar það er með timburmenn er aðferð líkamans til að segja að eitthvað sé að. Áfengið er farið úr líkamanum þegar timburmenn gera vart við sig en úrgangsefnin eru þar enn. Æluþörfin kemur af því að líkaminn vill segja að það sé eitthvað að, það er eitthvað óeðlilegt í maganum. Þetta hefur videnskab.dk eftir Janne Tolstrup, hjá dönsku lýðheilsustofnuninni.

Hún sagði að það væri rétt að reykingar geri timburmenn enn verri en margir telja sig hafa reynslu af því. Hún sagði að það væri í raun verið að eitra fyrir líkamanum með reykingum og hann þurfi að bregðast við að brjóta eiturefnin niður og losa líkamann við þau. Hún sagði að ekki hafi verið gerðar stórar rannsóknir á tengslum reykinga og timburmanna en flest bendi til að reykingar geri timburmenn verri, sérstaklega fyrir þá sem ekki reykja daglega.

Hún sagðist ekki vita um neina aðferð til að losa algjörlega við að fá timburmenn en það sé hægt að draga úr þeim með því að drekka mikið af öðrum vökva en áfengi. Þannig sé komið í veg fyrir að líkaminn ofþorni. Sjálf sagðist hún gæta þess að drekka einn lítra af vatni áður en hún fer að sofa eftir að hafa neytt áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir