fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Fundu fjögurra mánaða barn yfirgefið í skógi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 05:20

Hlúð að drengnum í skóginum. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á miðvikudagsmorguninn fundu lögreglumenn fjögurra mánaða dreng í skógi í Michigan í Bandaríkjunum. Þar hafði hann verið skilinn eftir. Hann var mjög kaldur þegar hann fannst en andaði enn þegar lögreglumenn úr Oakland sýslu fundu hann.

News.com.au skýrir frá þessu. Það voru vegfarendur sem tilkynntu lögreglunni að hugsanlega væri barn í skóginum. Ráðvillt og ringluð kona hafði gefið sig á tal við þá og sagt þeim að „einhverjir með skammbyssur“ væru að elta hana og að hún ætti lítinn dreng. Konan var með gróður á buxum sínum og því beindust sjónir lögreglunnar strax að skóginum.

Eftir um 30 mínútna leit fundu þeir litla drenginn sem var „kaldur, blautur en á lífi“ að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. „Skjót viðbrögð þeirra komu í veg fyrir það sem hefði getað orðið óbærilegur harmleikur,“ sagði talsmaður lögreglunnar um viðbrögð lögreglumanna á vettvangi.

Ekki er vitað hversu lengi drengurinn var í skóginum áður en hann fannst. Lögreglan telur að frásögn konunnar um að hún hafi verið elt eigi ekki við rök að styðjast. Lögreglan hefur lýst eftir konunni en talið er að hún sé fíkniefnaneytandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja