fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Pressan

Lá látinn í níu ár í íbúð sinni – „Hvernig gat þetta gerst?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 05:15

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fannst maður á sjötugsaldri látinn í íbúð sinni í íbúðarblokk í austurhluta Osló. Lögreglan telur að hann hafi verið látinn í níu ár og miðað það við ýmislegt sem fannst í íbúð hans. Krufning leiddi í ljós að hann lést af eðlilegum orsökum.

„Við höfum hugsað mikið um þetta, samstarsfólk mitt og fólk sem hefur unnið við þetta í mörg ár. Þetta er sérstakt mál og vekur upp spurningar um hvernig þetta gat gerst,“ hefur Norska ríkisútvarpið eftir Grete Leine Metlid hjá lögreglunni í Osló.

Málið hefur að vonum vakið upp spurningar um hvernig það geti gerst að fólk liggi látið svo lengi án þess að nokkur sakni þess.  Það var húsvörður sem fann líkið en hann þurfti að fara inn í íbúðina til að sinna viðhaldi.

Í gegnum árin hafði verið unnið við eitt og annað í blokkinni, til dæmis voru allir reykskynjarar skoðaðir nema hvað því var sleppt í íbúð mannsins. Þegar nágrannar hans náðu ekki sambandi við hann reiknuðu þeir með að hann væri fluttur og aðrir héldu að hann hefði verið fluttur á stofnun. Nágranni hans sagði að maðurinn hafi aldrei verið mjög félagslyndur og hafi alltaf svarað fólki með „já“ eða „nei,“ þegar hann var ávarpaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Í gær

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar