fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Pressan

Trump þarf að endurgreiða stuðningsmönnum sínum 123 milljónir dollara – Ásakanir um svindl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 09:07

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningaframboð Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, þarf að endurgreiða stuðningsmönnum sínum 122,7 milljónir dollara í kjölfar ásakana um að framboðið hafi blekkt fólk. Upphæðin svarar til sem svarar 15,6 milljarða íslenskra króna.

New York Times skýrir frá þessu. Blaðið segir að mörgum, sem studdu framboðið fjárhagslega, hafi fundist sem þeir hafi verið blekktir til að láta meira af hendi rakna en þeir ætluðu sér. Blaðið segir að þessi umdeilda aðferð framboðsins hafi byrjað sumarið 2020.

Hún fólst í því að þegar fólk skráði sig fyrir fjárframlagi til framboðsins hafi verið búið að merkja við að um endurteknar greiðslur væri að ræða. Þurfti fólk að lesa langan texta til að átta sig á þessu og fjarlægja merkinguna við þennan möguleika til að tryggja að aðeins væri um eina greiðslu að ræða. Mjög margir áttuðu sig ekki á þessu og var framlag til framboðsins því margoft skuldfært á greiðslukort fólks, í sumum tilfellum vikulega.

New York Times hefur á grundvelli opinberra upplýsinga komist að því að framboð Trump hafi þurft að endurgreiða 10,7% af þeim fjárframlögum sem bárust í gegnum vefsíðuna WinRed. Hjá kosningaframboði Joe Biden, á vefsíðunni ActBlue, var hlutfallið 2,2%.

Blaðið segir að mörgum bönkum og greiðslukortafyrirtækjum hafi borist margar kvartanir á meðan á kosningabaráttunni stóð um hugsanlegt greiðslukortasvindl. Hjá sumum fyrirtækjum voru mál tengd framboði Trump um tíma á milli 1 og 3% af öllum málum tengdum hugsanlegu svindli.

Jason Miller, talsmaður Trump, dregur frétt New York Times í efa og segir að uppgjör framboðsins hafi sýnt að aðeins hafi verið um „formlegan ágreining“ að ræða í tengslum við 0,87% allra endurtekinna greiðsla.

Blaðið tekur sem dæmi eitt gróft mál þar sem krabbameinssjúklingurinn Stacy Blatt kom við sögu. Hún lá á líknardeild þegar hún ákvað að styðja framboð Trump um 500 dollara en mánaðarlegur framfærslukostnaður hennar sjálfrar nam um 1.000 dollurum. En 500 dollarar voru ítrekað teknir af greiðslukorti hennar og að lokum hafði framboð Trump tæmt reikning hennar sem 3.000 dollarar höfðu verið á. Það tók aðeins 30 daga. Bróðir hennar kom henni þá til aðstoðar og setti sig í samband við banka hennar og sagði að hún hefði orðið fórnarlamb svikastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Í gær

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar