fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Kórónuveirufaraldur meðal bandarískra stjórnarerindreka á Indlandi – Tveir látnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 17:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn herjar nú af miklum krafti á Indlandi og er ástandið í landinu mjög alvarlegt vegna þessa. Nú hefur faraldur brotist út meðal bandarískra stjórnarerindreka og innfæddra starfsmanna sendiráðsins. Rúmlega 100 hafa greinst með veiruna á undanförnum vikum og tveir indverskir starfsmenn létust nýlega af völdum COVID-19.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Bandaríkin reki fimm sendiskrifstofur í landinu auk sendiráðs í Nýju Delí.

Byrjað var að bólusetja starfsmenn sendiráðanna og fjölskyldur þeirra fyrir tveimur vikum. CNN hefur eftir heimildarmönnum að það hafi vakið töluverða óánægju meðal starfsmanna að þeir hafi fengið litlar upplýsingar um hvenær yrði bólusett og að þeim hafi fundist þeir sitja á hakanum því margir stjórnarerindrekar í Evrópu hafi nú þegar verið bólusettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð