fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Fagnar 95 ára afmæli sínu í dag – Við völd í 69 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, Bretadrottning, fagnar 95 ára afmæli sínu í dag. Hún hefur verið við völd í 69 ár og eins og gefur að skilja hefur margt gerst og breyst í heiminum á þessum tíma. Hún hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu í tengslum við andlát og útför eiginmanns hennar til 73 ára, Philip prins, og vakti mynd af henni í útförinni mikla athygli en þar situr hún svartklædd og ein í kirkjunni.

Á myndinni virðist hún vera mjög einmana en það þýðir ekki endilega að hún verði ein á afmælisdeginum því hún á fjölda afkomenda og væntanlega fagna einhverjir þeirra deginum með henni þótt ekki verði um stór veisluhöld að ræða.

Elísabet er Bretum mjög mikilvæg enda þekkir meirihluti þjóðarinnar ekkert annað en að hún sé þjóðhöfðingi þeirra. Hún varð drottning 6. febrúar 1952 eftir að faðir hennar, George VI, lést. Elísabet var þá 25 ára, hafði verið gift í fimm ár og átti tvö lítil börn, Charles og Anne. Það var því ung barnafjölskylda sem tók við stjórn frægustu hirðar í heimi.

Drottningin í útför Philip þann 17. apríl. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Elísabet varð drottning heimsveldis. Bretar höfðu að vísu „misst“ krúndjásn heimsveldisins, Indland, en réðu enn yfir stórum hlutum Afríku sunnan Sahara, Singapore, Möltu, Kýpur og nokkrum eyjum í Karíbahafi.

Enginn hefur setið lengur sem þjóðhöfðingi Bretlands. Næst henni kemur langalangamma hennar Victoria sem var drottning í tæp 64 ár.

15 forsætisráðherrar hafa verið í Downing Street síðan Elísabet tók við völdum, allt frá Winston Churchill til Boris Johnson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel