fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 06:03

Hús Schumacherfjölskyldunnar er til sölu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda ökuþórsins Michael Schumacher hefur ákveðið að selja húseign fjölskyldunnar við Genfarvatn í Sviss til að greiða fyrir umönnun Schumacher. Húsið nefnist „Sur le Moulin“ og er engin smásmíði.

Michael og eiginkona hans, Corinna, keyptu húsið árið 2000 og greiddu þá 3,5 milljónir evra fyrir það. Það er nú til sölu á 5,87 milljónir evra. Hjónin komu sér vel fyrir í húsinu og ætluðu að njóta lífsins saman eftir að Michael hætti keppni í Formúlu 1. Tveir hektarar lands tilheyra húsinu og ætluðu hjónin að nota landið undir aðaláhugamál sitt, hesta.

En ekkert varð úr því því Michael slasaðist alvarlega í skíðaslysi í Frönsku Ölpunum 2013. Höfuð hans lenti á steini og er hann enn í dái og lamaður.

Hann fékk heimahjúkrun í húsinu fram á síðasta haust en þá flutti fjölskyldan að sögn til Mallorca og hefur húsið staðið autt síðan að sögn Bundle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól