fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Þessi mynd bjargaði lífi mannsins

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 21:30

Þetta er myndin sem bjargaði lífi Rene Compean

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngumaður sem týndist í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna fannst heill á húfi þökk sé mynd sem hann tók á mánudag. Independent greinir frá þessu.

Hinn 45 ára gamli Rene Compean týndist er hann gekk um vinsælt skíðasvæði í San Gabriel-fjöllum í Suður-Kaliforníu. Hann sendi vini sínum mynd úr fjallgöngunni, sem sýndi fótleggi hans og gríðarlegt gljúfur. Hann sagði að batteríið í símanum hans væri á þrotum og að hann væri týndur. Stuttu seinna hvarf merki sem sýndi staðsetningu hans.

Stuttu seinna tilkynnti vinurinn hvarf Compean og afhenti lögreglu afrit af myndinni. Lögreglan hikaði ekki og hóf leit sem stóð yfir fram á rauða nótt, en ekkert gekk enda náðist ekki í nein merki frá símanum.

Þá greip lögregla til annara ráða. Þau birtu myndina á samfélagsmiðlum og spurðu hvort fólk kannaðist við svæðið sem sæist á myndinni.

„Ég á mér mjög skrýtið áhugamál“

Þá kom Benjamin Kuo til bjargar. Sá er mikill klifurmaður sem hefur auk þess gríðarlegan áhuga á að staðsetja myndir. Hæfileikar hans höfðu áður komist að góðum notum þegar skógareldar hafa geisað í Kaliforníu.

„Ég á mér mjög skrýtið áhugamál. Ég elska að taka myndir og finna út hvar þær voru teknar.“ sagði Benjamin Kuo, en þökk sé honum fannst Rene Compean. Hann bar saman myndina við gervihnattarmyndir og kort, og gat á endanum sent vísbendingar á lögreglu.

Lögregla fór strax í málið og fann Compean von bráðar, sem var bjargað með þyrlu. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem sýnir hvernig honum var bjargað.

Compean og Kuo hittust svo með hjálp samskiptaforrits, en þá sagði sá fyrrnefndi:

„Ég er svo þakklátur fyrir það sem þú gerðir. Ég veit ekki hvort ég hefði lifað af einn dag í viðbót. Það var svo kalt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda