fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Facebook til skoðunar hjá bandarískum yfirvöldum vegna „kerfisbundinnar“ mismununar við mannaráðningar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 21:00

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska jafnréttisnefndin, EEOC, hefur gefið í skyn að hana gruni að stefna Facebook í mannaráðningum geti ýtt undir mismunun. Nefndin, sem er í raun stofnun, er að rannsaka Facebook vegna gruns um að kynþáttum sé mismunað við ráðningar og stöðuhækkanir hjá fyrirtækinu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögmenn þriggja umsækjenda og stjórnanda hjá fyrirtækinu hafi skýrt frá þessu á föstudaginn. Fram kemur að EEOC leysi málin yfirleitt með því að hafa milligöngu um sátt á milli málsaðila eða með því að heimila þeim sem kvarta að lögsækja vinnuveitendur. En stöku sinni rannsakar stofnunin málin sjálf með það í huga að til frekari og umfangsmeiri lögsókna geti komið þar sem stofnunin höfðar mál fyrir hönd allra starfsmanna fyrirtækisins.

Umsækjendurnir þrír og Oscar Veneszee Jr, stjórnandi hjá Facebook, vöktu athygli EEOC á málinu síðasta sumar og í desember. Segir fólkið að Facebook mismuni svörtum umsækjendum og starfsmönnum sínum með því að treysta á huglægt mat og með því að ýta undir staðalímyndir byggðar á kynþætti.

EEOC hefur ekki tjáð sig um málið en fram kemur að rannsókn stofnunarinnar geti tekið marga mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol