fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Enn eykst hagnaður móðurfyrirtækis Google

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 06:33

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirtækið Alphabet, sem á Google og YouTube, skilaði góðum hagnaði á síðasta ári þrátt fyrir að vöxtur fyrirtækisins hafi verið sá minnsti síðan fjármálakreppan skall á. Hagnaður síðasta árs var 40,3 milljarðar dollara.

Þetta er 17% aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem var birtur á þriðjudaginn. Velta fyrirtækisins jókst um 12,8% á síðasta ári en hún hafði aukist um 20% á ári árum saman.

Skýringuna á minni vexti en áður má rekja til sóttvarnaaðgerða sem gripið var til á fyrsta og öðrum ársfjórðungi víða um heim.

80% tekna fyrirtækisins koma af auglýsingum, meðal annars á leitarvélum Google og Gmail og YouTube. Fyrirtækið hagnast einnig á sölu appa fyrir farsíma sem eru seld í Google Play, á Chromecast og Google Play Music.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni