fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Pressan

Ekkja Larry King ósátt við erfðaskrá hans – Stefnir í dómsmál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 19:00

Larry King

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn Larry King lést í janúar. Hann lét eftir sig fimm börn og eiginkonuna Shawn King. Nú eru komnar upp deilur um erfðaskrá Larry en Shawn er sögð mjög ósátt við hana.

Page Six skýrir frá þessu. Fram kemur að rekja megi þessa óánægju til þess að í erfðaskránni ánafnaði Larry börnum sínum fimm hús sitt, sem er nú kannski frekar eins og höll. Húsið er metið á tvær milljónir dollara. Þetta er sögð vera „leynierfðaskrá“ sem birtist skyndilega.

Shawn er ekki í neinum vafa um að Larry hafi verið beittur þrýstingi til að skrifa undir þessa erfðaskrá. „Við vorum með skothelda áætlun um hver ætti að fá húsið. Hún er enn til og er í hinni löglegu erfðaskrá. Ég er viss um að hún muni halda fyrir dómi,“ sagði hún. Hjónin skrifuðu undir hana 2015.

Það flækir málið kannski aðeins að Larry sótti um skilnað frá Shawn 2019 en lést áður en skilnaðurinn komst í gegn. Það gerir málið kannski enn snúnara og undarlegra að Larry ánafnar öllum fimm börnum sínum húsið þrátt fyrir að tvö þeirra, Andy og Chiara, hafi látist á síðasta ári.

Áður en hann lést sagði Larry í samtali við Page Six að þau hjónin væru orðnir góðir vinir á nýjan leik. Af þessum sökum segir Shawn að „leynierfðaskráin,“ hafi komið henni mjög á óvart. Hún segir jafnframt að tvö af börnunum styðji mál hennar.

Ef hún hefur sigur fyrir dómi fær hún um 300.000 dollara í sinn hlut en hún segir að þetta snúist ekki um peninga. „Þetta er prinsipp mál,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann
Pressan
Í gær

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli