fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Harmleikur – 13 ára stúlka lést þegar hún missti farsímann sinn ofan í baðkarið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 21:00

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára frönsk stúlka lést af völdum raflosts í franska bænum Macon í Saone-et-Loire í Frakklandi nýlega eftir að hún missti farsímann sinn ofan í baðkarið á meðan hann var í hleðslu.

Journal de Saone-et-Loire skýrir frá þessu. Fram kemur að stúlkan hafi verið endurlífguð eftir slysið en hafi ekki komist til meðvitundar. Hún lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi í Lyon.

Vinkona stúlkunnar, sem var hjá henni inni á baðherbergi þegar slysið átti sér stað, fékk áfallahjálp.

„Þetta ætti að vera aðvörun til annarra unglinga sem eru með farsímann sinn í höndunum öllum stundum,“ sagði móðir hinnar látnu. „Við verðum að leggja áherslu á að ekki á að fara með farsíma í bað, því það getur endað hörmulega,“ sagði hún einnig.

Lögreglan er nú að rannsaka slysið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unglingur deyr af völdum farsíma í hleðslu. Á síðasta ári lést unglingur í Marseille af sömu ástæðu og á fréttamiðlum hafa öðru hvoru birst fréttir um ungmenni sem hafa látist við svipaðar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali