fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Fjögurra manna fjölskyldu saknað eftir eldsvoða í Noregi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 07:53

Frá vettvangi í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt mánudags kom eldur upp í timburhúsi í Svelvik í Noregi. Óttast er að fjögurra manna fjölskylda hafi farist í brunanum.

Tilkynning barst um eldinn á þriðja tímanum um nóttina. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda. VG skýrir frá þessu. Slökkviliðið barðist við eldinn klukkustundum saman en sú barátta bar engan árangur og brann húsið til grunna.

Í húsinu bjó einn liðsmanna slökkviliðsins ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum. Lögreglan óttast að fólkið hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og hafi brunnið inni.

Ekki var hægt að hefja leit í rústunum í gær vegna mikils hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu