fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

Dularfullur gefandi gefur tugi milljóna annað árið í röð – „Þetta er ekta jólaráðgáta“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 05:59

Stafli af norskum krónum sem tengjast þessu máli þó ekki beint. Mynd:Morten Jelsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fékk Blå Kors, sem eru góðgerðasamtök, í Kristiansand í Noregi gjöf frá ónefndum aðila. Hann gaf samtökunum tvær milljónir norskra króna, sem svarar til tæplega 29 milljóna íslenskra króna. Skýrt var frá þessu á Facebooksíðu Blå Kors sem fékk tveggja síðna handskrifað bréf frá gefandanum dularfulla sem var hvergi nærri hættur góðverkum sínum.

Á sunnudaginn fékk Vågsbygd kirkjan svipað bréf og tilkynningu um að hún fengi eina milljón norskra króna að gjöf. „Þetta veitir ótrúlegan innblástur. Gjafmildi er gulls ígildi og þetta smitar út frá sér,“ hefur Norska ríkisútvarpið eftir Nils Terje Anders, sóknarpresti, sem getur nú glaðst yfir að kirkjan hans fer inn í nýtt ár með einni milljón meira inni á bankareikningi sínum.

Kirkjan hefur lengi lagt mikla áherslu á bjóða upp á samverustundir og úrræði fyrir börn og ungmenni en fjárhagurinn hefur sett starfinu ákveðnar skorður því áhersla er lögð á að börnin og ungmennin þurfi ekki að greiða neitt fyrir þjónustuna.

„Einmitt þegar við vorum farin að finna fyrir því að draumar okkar voru kannski stærri en fjárhagurinn leyfði kom þetta jólabréf. Milljón þakkir fyrir örlætið. Þetta gerir okkur kleift að halda áfram að gera okkar besta fyrir börn og ungmenni í Vågdsbygg,“ sagði Per Gunnar Pedersen hjá Vågsbygd kirkjunni.

Í báðum bréfunum kemur fram að gefandanum er annt um að börn og ungmenni hafi það gott.

Í fyrra bárust þrjú nafnlaus bréf í póstkassa þriggja samtaka í Kristiansand. Þá fengu Blå Kors, Hjálpræðisherinn og Vågsbygd kirkjan peninga að gjöf frá þessum örláta einstaklingi.

„Þetta er ekta jólaráðgáta. Við sjáum börn, sem lifa í fátækt, daglega. Það besta sem við getum gert er að opna félagsstarfið enn betur og fá fleiri börn og ungmenni í kirkju,“ sagði Nils Terje Anders fyrir um ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi

Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á hinni ellefu ára Lora Ann var óleyst í tæp fjörutíu ár – Morðingi fyrir allra augum

Morðið á hinni ellefu ára Lora Ann var óleyst í tæp fjörutíu ár – Morðingi fyrir allra augum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danskur karlmaður talinn hafa myrt eiginkonu sína og geymt líkið í frystiskáp – Hjá líkinu fannst dauður hvolpur

Danskur karlmaður talinn hafa myrt eiginkonu sína og geymt líkið í frystiskáp – Hjá líkinu fannst dauður hvolpur