fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Forstjóri Pfizer segir að jarðarbúar þurfi að venja sig við árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 09:23

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir að jarðarbúar verði að búa sig undir að þurfa árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni og hann hafnar því að fyrirtækið hafi hagnast á ósanngjarnan hátt á heimsfaraldrinum.

BBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Bourla að eftir öllu að dæma þurfi jarðarbúar að fá árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni næstu árin til að hægt sé að viðhalda ónæmi gegn henni.

Pfizer vinnur nú að þróun bóluefnis sem virkar gegn Ómíkron afbrigðinu og reiknar með að það verði tilbúið eftir 100 daga.

Fyrir árslok verður fyrirtækið búið að framleiða þrjá milljarða skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni og á næsta ári verða fjórir milljarðar skammta framleiddir. „Þetta hefur verið kapphlaup við tímann til að vernda eins marga og hægt er en á næsta ári ættu öll ríki heims að hafa aðgang að öllum þeim bóluefnaskömmtum sem þau hafa þörf fyrir,“ sagði Bourla.

Mörg hjálparsamtök hafa gagnrýnt mikinn hagnað Pfizer, BioNTech og Moderna af sölu bóluefna gegn kórónuveirunni og segja fyrirtækin hafa hagnast ótæpilega á að hjálpa fólki í neyð. Þessu vísaði Bourla á bug og sagði að fyrirtækið hafi bjargað milljónum mannslífa og sparað ríkjum heims gríðarlegar fjárhæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi