fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Tinder-stefnumótið þróaðist undarlega – „Ég fór á stefnumót með klósettpappírsmanninum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona deildi nýlega sögu af undarlegu stefnumóti sem hún fór á með manni sem hún komst í samband við í gegnum stefnumótaforritið Tinder. Óhætt er að segja að stefnumótið hafi þróast á ansi óvenjulegan hátt.

„Eftir fyrsta stefnumótið með manni, sem ég hafði kynnst á Tinder, hafði ég mjög góða tilfinningu fyrir honum. Við drukkum einn bjór og spjölluðum og kvöldið endaði með „góða nótt kossi“. Síðar ákváðum við að næsta stefnumót myndi verða heima hjá mér og við fengjum okkur rauðvín. Ég hlakkaði til.

Undarleg stemmning

Dagurinn rann upp og dyrabjöllunni var hringt. Þegar hann kom inn tók ég eftir að hann var stressaður. Ég hugsaði með mér að hann væri að koma beint úr vinnunni og þyrfti kannski smá tíma til að ná sér niður.

Við settumst og spjölluðum saman og gengu samræðurnar ágætlega en ekki eins vel og síðast. Eftir að hafa spjallað í stutta stund þurfti hann skyndilega að fara á klósettið. Ég hugsaði ekki meira út í það, þá.

Þegar fimm mínútur voru liðnar fór ég að hugleiða hvað hann væri að gera þarna inni. Skyndilega heyrði ég vatn renna. Það var eins og hann væri farinn í sturtu. Ég beið. Eftir um 10 mínútur kom hann út. „Fórstu í sturtu?“ spurði ég. Hann svarað sallarólegur að það hefði hann gert. Ég spurði hann hvort hann hefði fundið handklæði en hann sagðist ekki hafa þurft á því að halda.

Mér fannst undarlegt að hann hafði ekki spurt hvort það væri í lagi að hann færi í sturtu. Það hefði verið í lagi mín vegna og vel skiljanlegt að hann vildi skola af sér eftir langan vinnudag. Svo furðaði ég mig á hvernig hann hefði þurrkað sér án handklæðis.

„Ég geri það oft“

Þegar hann settist aftur tók ég eftir hvítum hnoðrum á handleggjum hans. Þá fattaði ég þetta: Hann hafði þurrkað sér með klósettpappír!

Ég stóðst ekki mátið og spurði hann hvort hann hefði þurrkað sér með klósettpappír. „Já, ég geri það oft,“ sagði hann.

Þetta var bara eitthvað svo undarlegt. Þarf ég að taka fram að stefnumótið varði ekki lengi eftir þetta?

Ég hef reglulega verið minnt á klósettpappírsmanninn því hann sendir mér reglulega skilaboð að næturlagi til að heyra hvort hann megi koma til mín. Kannski þarf hann að fara í sturtu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu