fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Játar að hafa ráðist á flugfreyjuna – Skildi hana eftir með blóðugt andlit og brotnar tennur

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. desember 2021 18:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23 maí síðastliðinn var Vyvianna Quinonez farþegi í flugi Southwest frá Sacramento til San Diego. Þegar flugvélin fór að nálgast áfangastað og byrjaði að lækka flugið bað flugfreyja Quinonez um að festa sætisbeltið sitt, setja borðið sitt upp og setja grímuna sína almennilega á sig. Quinonez tók vægast sagt ekki vel í þessar skipanir frá flugfreyjunni en hún stóð upp, ýtti flugfreyjunni frá sér og kýldi hana í andlitið.

Maður sem var farþegi í fluginu steig þá á milli þeirra beggja og sagði Quinonez að setjast aftur niður. Í myndbandi sem náðist af atvikinu má sjá flugfreyjuna með blóðugt andlit eftir höggin frá Quinonez. Flugfreyjan þurfti að láta sauma fjögur spor eftir höggin en þá voru þrjár tennur hennar einnig brotnar, skipta þurfti út tveimur þeirra fyrir krónur.

Quinonez, sem er 28 ára gömul, hefur nú játað að hafa ráðist á flugfreyjuna, hún gat eflaust lítið annað gert þar sem í myndbandinu má sjá hana gera nákvæmlega það. Árásin hefur afleiðingar fyrir hana en búist er við að hún muni þurfa að sitja í fangelsi í fjóra mánuði auk 6 mánaða í stofufangelsi. Þá verður henni líklega bannað að stíga fæti um borð í almenningsflugvélar í þrjú ár.

Myndband af barsmíðunum má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði