fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Dularfullt mál veldur heilabrotum – Fundu sjö látna í raðhúsi í Minnesota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 04:27

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fundust þrír fullorðnir og fjögur börn látin í raðhúsi bænum Moorhead í Minnesota í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess að lögreglan er engu nær um hvað varð fólkinu að bana.

CBS News og fleiri bandarískir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að á sunnudagskvöldið hafi lögreglan skýrt frá því að ættingjar hafi fundið fólkið um klukkan 20 á laugardaginn og tilkynnt um málið til lögreglunnar.

Lögreglan segir að engin merki sé um að ofbeldi hafi verið beitt né um að brotist hafi verið inn í húsið. Lögreglan vinnur nú að rannsókn þess.

Shelly Clarkson, bæjarstjóri í Moorhead, sagði í samtali við Star Tribune að málið sé í alla staði hræðilegt og snerti enn meira við fólki en ella þar sem jólin séu skammt undan.

Nágrannar fjölskyldunnar sáu börnin síðast á föstudaginn en þau gengu í grunnskóla og menntaskóla í Moorhead.

Moorhead er nærri Fargo í Norður-Dakóta. Um 45.000 manns búa í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi