fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Skjaldbökukjöt varð sjö að bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 20:12

Mynd úr safni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö létust, þar á meðal þriggja ára stúlka, eftir að hafa borðað skjaldböku á eyjunni Pemba í Tansaníu. Þrír til viðbótar liggja á sjúkrahúsi.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í kjölfar andlátanna hafi yfirvöld bannað fólki að borða skjaldbökur en kjöt þeirra er talið hið mesta lostæti á þessum slóðum.

Enn hefur ekki verið staðfest hvað varð fólkinu að bana en talið er að kjötið hafi verið eitrað vegna eitraðra þörunga sem skjaldbökur éta.

Að minnsta kosti fimm fjölskyldur borðuðu kjöt af sömu skjaldbökunni síðasta fimmtudag. Daginn eftir lést litla stúlkan og síðar um daginn tveir til viðbótar.

38 voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa borðað kjötið en nú hafa allir nema þrír verið útskrifaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýnir grjótharða magavöðva í nýrri auglýsingu

Sýnir grjótharða magavöðva í nýrri auglýsingu