fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Óbólusettir einstaklingar vilja bara deita óbólusetta – „Ég óttast að legið verði fyrir áhrifum af sæðinu“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 21:30

Andstæðingur bólusetninga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir Danir leita að ástinni í spjallhópum með öðrum sem hafa ákveðið að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Ástæðurnar fyrir því eru mismunandi.

Þetta var nýlega umfjöllunarefni hjá TV2. Meðal annars var sagt frá Michael Wagner Götzsche sem langar mjög að eignast kærustu en heimsfaraldurinn hefur breytt öllu. Hann vill bara fara á stefnumót með óbólusettum konum. „Ég er búinn að fara á deit með nokkrum bólusettum og þau gengu ekki vel. Það myndar strax fleyg á milli fólks þegar afstaðan er svo ólík varðandi þetta. Um leið og þetta kom upp breyttist andrúmsloftið,“ sagði hann. Hann leitar því að ástinni í Facebookhópum þar sem óbólusettir safnast saman í sömu erindagjörðum. Nokkrir slíkir hópar eru til í Danmörku og er félagafjöldinn frá 70 upp í 1.300.

Í einni færslu lýsir kona ein sér sem konu með „hreint blóð“ og lýsir því sem hún leitar að. Aðrir skipuleggja jólahlaðborð fyrir óbólusetta og nýársfögnuði fyrir „meðvitaða“ en það orð er stundum notað af óbólusettu fólki yfir þá sem eru óbólusettir.

Götzche sagði að það sé mikilvægt fyrir hann að sú sem hann fer á deit með deili sömu lífsskoðun og hann. „Eitt af því sem sum okkar óttast er að allir, sem láta bólusetja sig, muni deyja innan fárra ára því ónæmiskerfi þeirra eyðileggst. Maður hefur ekki áhuga á að eignast kærustu sem maður telur að verði dáin innan fimm ára,“ sagði hann aðspurður um af hverju það er svo mikilvægt fyrir hann að eignast óbólusetta kærustu.

Þegar hann var spurður hvort honum finnist hann standa svolítið einn í heiminum var svarið: „Ég á ekki einn einasta vin sem deilir sömu skoðun og ég um þetta og ég get ekki deilt óánægju minni yfir því að ég tel að fólk skemmist af þessu bóluefni. Ég ber umhyggju fyrir öðrum og vil gjarnan fræða fólk en það vill enginn hlusta á mig eða skilja mig. Þess vegna er ég aleinn, mjög svo.“

Áhyggjur af því sem kemur með sæðinu

Benedikte Nysom Johannesen er 59 ára sjúkraþjálfari og hún er félagi í sama hópi og Götzsche en þau hafa aldrei hist. Hjá henni snýst leitin að óbólusettum kærasta um annað en hjá Götzsche. Þegar hún var spurð af hverju hún vill bara óbólusettan kærasta var svarið: „Fyrst og fremst snýst það um kynlíf. Ég hef áhyggjur af að eitthvað berist í mig ef ég stunda kynlíf eða kyssi bólusettan mann. Ég óttast að legið verði fyrir áhrifum af sæðinu.“

Að auki sagðist hún vilja halda friðinn og vilji ekki rökræða af hverju hún láti ekki bólusetja sig. Það sé hin ástæðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?