fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 19:30

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að núverandi bóluefni gegn kórónuveirunni muni hafa sömu virkni gagnvart Ómíkronafbrigðinu og öðrum afbrigðum kórónuveirunnar. Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, í samtali við Financial Times.

„Ég get ekki ímyndað mér að hún (virknin, innsk. blaðamanns) sé jafn mikil og gagnvart Deltaafbrigðinu,“ sagði hann.

„Ég held að virknin verði mun minni. Hversu miklu minni, veit ég ekki því við verðum að bíða eftir gögnum. En allir vísindamenn, sem ég hef rætt við, eru á því að „þetta verði ekki gott“,“ sagði hann.

Ef Ómíkronafbrigðið, sem uppgötvaðist í Suður-Afríku í síðustu viku, reynist hafa meira þol gagnvart bóluefnum getur það haft fleiri smit í för með sér sem og sjúkrahúsinnlagnir. Það þýðir að þá lengist enn í heimsfaraldrinum sem hefur bráðum geisað í tvö ár.

Áður en Deltaafbrigðið varð hið ráðandi afbrigði sýndu rannsóknir að bóluefni Moderna veitti 86% vörn í upphafi árs. Þegar Deltaafbrigðið sótti í sig veðrið var vörnin komin niður í 76% samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem var birt í ágúst.

Ómíkron er frábrugðið öðrum afbrigðum vegna mikils fjölda stökkbreytinga sem stýra hegðun þess. Það getur valdið því að afbrigðið sé meira smitandi en önnur þekkt afbrigði veirunnar. Þessar stökkbreytingar þýða, að mati Bancel, að laga þurfi núverandi bóluefni að þeim.

Hann hafði áður sagt í samtali við CNBC að margir mánuðir geti liðið þar Moderna verði tilbúið með bóluefni sem virkar gegn Ómíkron.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að afbrigðið veki áhyggjur en rannsaka þurfi hvort það sé meira smitandi en önnur afbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri