fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Ninja særði tvo lögreglumenn með sverði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 07:15

Franskir lögreglumenn við störf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönskum lögreglumönnum tókst að yfirbuga mann, klæddan í ninjabúning, í gær eftir að hann hafði ráðist á tvær lögreglukonur í Cherbourg síðdegis í gær og sært þær með sverði.

Talskona lögreglunnar sagði að maðurinn hafi verið klæddur í svört föt frá toppi til táar, eins og japanskur ninja.

Lögreglan segir að maðurinn hafi fyrst stolið bíl. Hann lenti í árekstri á bílnum og réðst síðan á lögreglukonurnar með sverði. Önnur særðist í andliti en hin á hökunni. Þær eru ekki í lífshættu.

Lögreglumenn skutu manninn þremur skotum til að stöðva hann. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Reuters segir að hann sé í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn