fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Endursmitum fjölgar í Suður-Afríku en sjúkdómseinkennin eru vægari

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að Ómíkron afbrigðið valdi því að fleiri smitast aftur af kórónuveirunni í Suður-Afríku en af völdum Beta og Delta afbrigðanna. Þetta er mat Anne von Gottberg, prófessors.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ætli að senda viðbragðsteymi til Suður-Afríku til að aðstoða þarlend yfirvöld við að takast á við faraldur Ómíkron afbrigðisins.

Teymið mun fara til Gauteng héraðs til að aðstoða við eftirlit og smitrakningu en sérfræðingar hafa varað við að Ómíkron afbrigðið geti valdið því að fleiri smitist aftur af kórónuveirunni en áður um allt land.

Endursmit er skilgreint sem smit á nýjan leik þegar að minnsta kosti 90 dagar eru liðnir frá fyrra smiti. Gottberg sagði erfitt að segja til um hversu mörgum endursmitum Ómíkron veldur.

Barry Schoub, formaður ráðgjafanefndar suðurafrísku ríkisstjórnarinnar um bólusetningar, sagði Sky News að fyrstu merki um Ómíkron væru „góðar fréttir“. Hann sagði að sjúkdómseinkenni flestra þeirra bólusettu einstaklinga sem hafa smitast hafi verið væg. Hann sagði einnig að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað aðeins en ekkert í líkingu við það sem gerðist í fyrri bylgjum faraldursins. Hann benti einnig á að Ómíkron hafi aðeins verið þekkt í um viku og það þurfi svo sannarlega að fylgjast vel með því.

Gottberg sagði að margir hafi nú þegar smitast af kórónuveirunni í Suður-Afríku en fyrstu gögn bendi til að „fyrri smit veiti ekki vörn gegn smiti af völdum Ómíkron“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju