fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Fjölskylduhundurinn drap endur og hænur – Síðan áttaði fjölskyldan sig á sannleikanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 06:39

RunRun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjölskylduhundur“ einn, sem var nefndur Run Run af eigendum sínum, er nú flúinn frá fjölskyldu sinni í Perú og leita yfirvöld að honum. Hann hafði gert nágrönnunum lífið leitt með því að drepa og éta endurnar þeirra og kjúklinga.

Það var Maribel Soleto sem keypti ungan hvolp í lítilli gæludýraverslun í Líma, höfuðborg Perú, og hélt að um hund væri að ræða. Dýrinu kom vel saman við hunda nágrannanna en eftir því sem það stækkaði fór ýmislegt að benda til að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.  Sky News skýrir frá þessu.

Run Run fór að sýna mikinn áhuga á að elta og drepa endur og kjúklinga og það reitti nágrannana til reiði. Það var kannski ekki að furða að Run Run hafi haft áhuga á þessum dýrum því hann er ekki hundur heldur Andean refur en þeir eru með mjóa leggi, loðið skott, mjótt höfuð og áberandi eyru.

Run Run strauk að heiman fyrir nokkrum dögum og síðan hafa lögreglan og dýraeftirlitsmenn leitað hans. Ætlunin er að fanga hann og flytja í dýragarð. „Við héldum að þetta væri hreinræktaður hundur,“ sagði Sotelo um Run Run sem fjölskyldan keypti fyrir sem svarar til um 2.000 íslenskra króna fyrir hálfu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir