fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Kapphlaup um að finna F-35 vél sem hrapaði í Miðjarðarhafið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 13:00

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkru hrapaði bresk F-35 orustuflugvél í Miðjarðarhafið. Í kjölfarið hófst mikið kapphlaup um að finna vélina. Bretland, Bandaríkin og önnur NATO-ríki leggja nú nótt við dag til að finna flakið sem er hlaðið háleynilegum búnaði sem ekki þykir æskilegt að lendi í höndum ríkja utan NATO.

Óttast er að Rússar hafi áhuga á að ná flakinu til að komast yfir háþróaðan tæknibúnað og háleynilegan vopnabúnað sem er í flugvélinni.

Bandaríkin hafa ekki farið leynt með að þau standa vörð um vélarnar og þá tækni sem þær byggja á. Það kom til dæmis berlega í ljós þegar Donald Trump, fyrrum forseti, ógilti samning um sölu á rúmlega 100 slíkum vélum til Tyrklands. Ástæðan var að tyrkneska ríkisstjórnin keypti rússneskt eldflaugavarnarkerfi. Bandaríkjamenn höfðu engan áhuga á að rússneskir sérfræðingar fengju aðgang að F-35 vélunum.

F-35 eru fullkomnustu orustuþotur heims og því vilja eflaust margir komast yfir slíka vél. Hún er til dæmis yfirburðavél þegar kemur að því leynast fyrir ratsjám. Með sérstakri meðhöndlun á yfirborði vélanna eru þær þannig úr garði gerðar að ratsjár sjá þær ekki fyrr en þær eru komnar mjög nærri. Vélarnar eru einnig búnar mjög þróuðu ratsjárkerfi sem getur skannað stór svæði og varað við hugsanlegum óvinum.

Vélin hrapaði skömmu eftir að hún hóf sig til lofts frá flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth en þá stóðu æfingar á vegum NATO yfir í Miðjarðarhafi. Flugmaðurinn náði að skjóta sér út en vélin hrapaði í sjóinn undan ströndum Egyptalands en þó á alþjóðlegu hafsvæði. Það þýðir að í raun geta allir leitað að flakinu þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?