fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 22:30

Caroline Glachan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 25 árum síðan, í águst árið 1996, fannst lík 14 ára gamallar stelpu að nafni Caroline Glachan í Leven ánni í West Dunbartonshire á Skotlandi. Caroline sást síðast á lífi snemma morguns þann 25. ágúst árið 1996 en þá var hún að ganga í átt að brú yfir ánna.

Joanne Menzies, vinkona Caroleine, var ein af þeim síðustu sem sáu hana á lífi en það var í kringum hádegi sama dag fyrir utan heimili Caroline. Rúmum fjórum tímum síðar fannst hún látin í ánni.

Málið hefur verið óleyst í rúm 25 ár en nú virðist vera sem það fari að leysast á næstunni þar sem lögreglan í Skotlandi hefur nú kært þrjá einstaklinga vegna morðsins. Metro greinir frá.

Um er að ræða tvo karlmenn Andrew Kelly, sem í dag er 42 ára, og Robert O’Brien, sem er 43 ára í dag og konu að nafni Donna Brand, sem er 43 ára. Þau eru öll sögð tengjast morðinu.

Yfirlögregluþjónninn Stuart Grainger þakkaði í dag fyrir upplýsingar sem reyndust mikilvægar í málinu. „Ég vil fá að þakka þeim sem hjálpuðu með rannsóknina og stigu fram með mikilvægar upplýsingar varðandi morðið á Caroline,“ sagði Stuart.

Andrew, Robert og Donna hafa öll verið handtekin og munu koma fram fyrir dómi á næstu dögum en þau verða í gæsluvarðhaldi fram að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var