fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Bretar hentu 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 18:15

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hentu rúmlega 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni eftir að þeir runnu út. Málið hefur verið sagt mikið hneyksli, að bóluefni hafi verið látið renna út í stað þess að gefa fátækum ríkjum það en mörg fátæk ríki hafa fengið sáralítið af bóluefnum.

The Independent skýrir frá þessu. Blaðið segir að ríkisstjórnin hafi brugðist í að gefa fátækum ríkjum bóluefnið en hún hafði áður lofað að koma umfram bóluefnum í umferð í löndum þar sem þörf er fyrir þau.

Bretar höfðu ekki þörf fyrir þessa skammta eftir að ákveðið var í vor að hætta að gefa yngstu aldurshópunum AstraZeneca vegna hættu á blóðtöppum. Af þessum sökum voru 604.400 skammtar ónotaðir og þeir runnu síðan út í ágúst og var eytt í lok mánaðarins.

Mannúðarsamtökin Oxfam segja að „skammarlegt“ að skammtarnir hafi verið látnir renna út á sama tíma og framlínustarfsfólk í fátækum ríkjum hafi ekki enn verið bólusett gegn kórónuveirunni. Oxfam segir að þetta sé „algjört hneyksli“ og „líklega bara toppurinn á ísjakanum“. Anna Marriott, hjá Oxfam, sagði að samtökin telji að minnst 100 milljónir skammta af bóluefnum muni renna út hjá G7 ríkjunum fyrir árslok. Um mitt næsta ár geti þessi tala verið komin í 800 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali