fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Segir Alec Baldwin hafa spilað rússneska rúllettu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 06:59

Alec Baldwin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mamie Mitchell, sem hringdi í neyðarlínuna eftir að Alec Baldwin skaut Halyna Hutchins til bana, hefur stefnt Baldwin og framleiðendum kvikmyndarinnar, sem var verið að taka upp, og segir að öryggisreglum hafi ekki verið framfylgt á upptökustað. Mitchell segir að Baldwin hafi „valið að spila rússneska rúllettu“ með því að kanna ekki hvort skot væru í byssunni áður en hann hleypti af.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að á fréttamannafundi hafi Gloria Allred, lögmaður Mitchell, sagði að Baldwin sé „gamalreyndur“ í bransanum og hefði ekki átt að treysta því að byssa sem einhver annar en leikmunastjóri eða vopnavörður rétti honum væri ekki hlaðin alvöru skotum.

Það var Dave Halls, aðstoðarleikstjóri, sem lét Baldwin fá byssuna og er hann sagður hafa hrópað „cold gun“ þegar hann rétti Baldwin hana en það þýðir að byssa sé ekki hlaðin alvöru skotum.

„Baldwin kaus að spila rússneska rúllettu þegar hann skaut úr byssu án þess að kanna hana og án þess láta vopnavörðinn gera það að sér viðstöddum. Hegðun hans og framleiðenda Rust var ábyrgðarlaus,“ sagði Allred sem sagði einnig að samkvæmt handriti kvikmyndarinnar hafi ekki átt að hleypa af byssu í umræddu atriði.

Hún sagði einnig að öryggisbrestir á borð við að heimila að skotfæri væru á upptökustað, að skotvopn og skotfæri hafi verið eftirlitslaus og að aðrir en vopnavörðurinn og leikmunastjórinn handléku byssur og skotfæri hefðu átt sér stað á upptökustaðnum. „Þetta er mál þar sem líkamstjón eða dauði voru meira en bara möguleiki, það var mjög líkleg niðurstaða,“ sagði hún.

Mitchell segist hafa orðið fyrir miklu tilfinningalegu álagi vegna málsins og öðrum andlegum óþægindum en hún segist hafa verið í fjögurra metra fjarlægð frá Hutchins þegar Baldwin skaut hana til bana. „Þessi atburður hefur eyðilagt gleðina í lífi mínu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“