fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkin saka Rússa um „eyðileggjandi“ eldflaugatilraun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 08:36

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Rússar hafi gert „eyðileggjandi“ eldflaugatilraun í gær. Hann segir að Rússar hafi „á óábyrgan hátt“ gert tilraun úti í geimnum þar sem þeir sprengdu rússneskan gervihnött.

Við sprenginguna myndaðist stór hrúga af geimrusli sem neyddi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni til að leita skjóls í skyndingu í gær.

Geimfararnir, fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar, urðu að leita skjóls í geimfari og neyðargeimfari sem eru við geimstöðina.

Bandarísk yfirvöld segja að um 1.500 hlutir úr gervihnettinum séu nú á braut um jörðina eftir að hann var sprengdur en utanríkisráðuneytið telur að hlutirnir geti orðið mörg hundruð þúsund með tímanum. Hluti af þessu braki mun væntanlega verða á braut um jörðina í mörg ár áður en það kemur inn í gufuhvolfið og brennur upp.

Blinken segir að tilraun Rússa ógni öryggi þeirra sem vilja nota geiminn í friðsamlegum tilgangi og að Bandaríkin muni í samvinnu við bandamenn sína svara þessari tilraun Rússa.

Þetta er í fjórða sinn sem tekist hefur að skjóta gervihnött niður frá jörðinni. Greiningarfyrirtækið Seradata segir að það hafi verið gervihnötturinn Cosmos 1408 sem var skotinn niður en hann var frá 1982 og var notaður til njósna á tímum Sovétríkjanna. Hann hafði ekki verið notaður áratugum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum