fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Alex Jones sakfelldur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla um fjöldamorðið í Sandy Hook

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 17:00

Alex Jones er iðinn við að setja fram samsæriskenningar. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Jones, stofnandi hægrisinnaða miðilsins Infowars, var í gær fundinn sekur um ærumeiðingar. Jones er þekktur samsæriskenningasmiður og öfgahægrimaður. Hann hefur verið dyggur stuðningsmaður Donald Trump.

Það var dómstóll í Connecticut sem fann hann sekan um ærumeiðingar en það voru foreldrar barna, sem voru skotin til bana í Sandy Hook grunnskólanum fyrir níu árum, sem höfðuðu mál á hendur Jones. New York Times skýrir frá þessu.

20 börn, á aldrinum 6-7 ára, voru skotin til bana í skólanum auk 6 starfsmanna. Árásarmaðurinn var tvítugur. Þetta gerðist í desember 2012.

Jones hélt því fram árum saman að árásin hafi verið samsæri á vegum bandarískra yfirvalda sem hafi ætlað að nota hana sem ástæðu til að afvopna Bandaríkjamenn. Hann hélt því fram að syrgjandi fjölskyldurnar væru „leikarar“ sem væru hluti af samsærinu og að allt hefði þetta verið sett á svið af andstæðingum skotvopna og stóru fjölmiðlunum.

Hann deildi þessum samsæriskenningum sínum óspart á Infowars í hlaðvarpinu „The Alex Jones Show“.

Stórir miðlar á borð við YouTube hafa bannað allt efni frá Alex Jones og Infowars.

Sandy Hook grunnskólinn. Mynd:Voice of America

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldur fórnarlambanna í Sandy Hook stefndu Jones fyrir ummæli hans en þau hafa valdið þeim miklum óþægindum, bæði andlega en einnig hefur fólkið sætt ofsóknum sumra þeirra sem hlusta á Jones og trúa öllu sem hann segir. Auk þess telja fjölskyldurnar að Jones hafi nýtt sér málið til að græða peninga. Jones hefur árum saman hafnað þessum ásökunum en hefur ekki getað lagt fram nein sönnunargögn sem styðja mál hans.

Hann viðurkenndi ekki sök en dómstóll í Connecticut sakfelldi hann þar sem hann hafði ekki afhent þau skjöl sem dómstólinn hafði beðið hann um. Að undanförnu hefur Jones borið því við að hann þjáist af geðsjúkdómi og það skýri ummæli hans.

Ekki hefur verið skorið úr um hversu háar bætur Jones á að greiða fjölskyldum fórnarlambanna.

Mál hefur einnig verið höfðað á hendur honum í Texas vegna ummæla hans um fjöldamorðið og þrír dómar hafa áður fallið honum í óhag í Texas í svipuðum málum.

Dómstólar í báðum ríkjum munu úrskurða um upphæð miskabóta á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf