fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

„Hann dó við að gera það sem hann elskaði mest“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 06:58

Paul Millachip og eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. En þetta gerðist. Maður verður bara að taka því,“ sagði eiginkona Paul Millachip en Paul var drepinn af tveimur hákörlum við Port Beach í Pert á laugardaginn.

BBC segir að hann hafi fengið sér sundsprett þennan dag en hann og eiginkonan voru vön að fá sér sundsprett á þessum stað tvisvar til þrisvar í viku. En á laugardaginn réðust tveir hákarlar á Paul og drápu hann. Eiginkonan, sem hefur ekki viljað koma fram undir nafni í fjölmiðlum, var í búningsklefanum þegar þetta gerðist.

„Hann var stór, virtist vera hvíthákarl,“ sagði sjónarvottur í samtali við The West Australian um annan hákarlinn.

Nokkrir piltar voru á siglingu nærri Paul þegar ráðist var á hann. Þeir reyndu að aðvara aðra strandgesti og fá þá til að fara upp úr.

Eiginkona Paul sagði að hann hafi ætlað að synda einn kílómetra þennan dag. „Hann dó við að gera það sem hann elskaði mest,“ sagði hún. Hún sagði einnig að erfitt væri að skilja hvað gerðist en þrátt fyrir að hafa misst eiginmann sinn sagðist hún vera ánægð með að fleiri slösuðust ekki.

„Ég sendi piltunum í bátnum sérstakar þakkir fyrir það sem þeir gerðu, þetta hlýtur að hafa verið hryllileg lífsreynsla fyrir þá. Hugur minn er hjá þeim,“ sagði hún.

Mikil leit var gerð að Paul en það eina sem fannst voru sundgleraugun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum