fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Keypti nýjan Lamborghini – Tveimur klukkustundum síðar missti hann bílinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 07:59

Lamborghini Huracan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær keypti íraskur maður, sem er búsettur í Noregi, sér nýjan Lamborghini Huracan í Þýskalandi og greiddi sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna fyrir bílinn. Hann lagði síðan af stað heim á nýja bílnum. En gleðin yfir að eiga nýjan bíl var skammvinn eða aðeins tvær klukkustundir.

í gærkvöldi var lögreglan við hraðamælingar á vegi nærri Hjørring og þar mældist hraði bílsins 236 km/klst en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Akstur mannsins var að sjálfsögðu stöðvaður og hann kærður fyrir þennan ofsaakstur.

En lögreglan lagði einnig hald á bíl hans og mun krefjast þess að hann verði gerður upptækur í ríkissjóð. Nordjyske skýrir frá þessu.

Samkvæmt nýlegum lögum á danska lögreglan að leggja hald á ökutæki sem eru notuð við svokallaðan „brjálæðisakstur“ en undir slíkan akstur fellur til dæmis of hraður akstur þegar hraðinn er að minnsta kosti tvöfalt meiri en leyfðu hámarkshraði. Málin fara síðan fyrir dóm þar sem gerð er krafa um að ökutækið, sem notað var, verði gert upptækt til ríkissjóðs.

Ekki er vitað hvort maðurinn vissi af þessum lögum. „Þetta var svolítið fúlt fyrir hann. Nú er búið að leggja hald á bílinn og hann var leiður yfir því,“ sagði Jess Falberg, talsmaður lögreglunnar, við Nordjyske.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 1 viku

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt