fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Nýr fornleifafundur kallar á endurritun sagnfræðirita

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. október 2021 14:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum fannst vel varðveitt múmía háttsetts aðalmanns í Egyptalandi og hefur hann verið kallaður Khuwy. Þessi fundur kallar hugsanlega á ákveðna endurritun sagnfræðirita því þetta er ein elsta egypska múmían sem fundist hefur. Hún er frá tímum Gamla konungsríkisins og sannar að tæknin sem var notuð við að gera múmíur fyrir um 4.000 árum var mun þróaðri en áður var talið.

Þessi fundur sýnir að Egyptar notuðu þróaðar aðferðir til að varðveita lík 1.000 árum áður en áður var talið. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að áður var talið að svo þróaðar aðferðir, eins og voru notaðar á þessa múmíu, hefðu ekki verið notaðar fyrr en 1.000 árum eftir að viðkomandi lést.

Salima Ikram, prófessor í egypskum fræðum við bandaríska háskólann í Kairó sagði í samtali við The Observer að ef þetta sé múmía frá tímum Gamla konungsríkisins verði að endurrita allar bækur um líksmurningu og sögu Gamla konungsríkisins.

Hún sagði einnig að ef rétt reynist þá muni þetta björbreyta skilningi okkar á þróun líksmurningar, efnunum sem voru notuð, uppruna þeirra og verslunarleiðir.

„Fram að þessu höfum við talið að líksmurning á tímum Gamla konungsríkisins hafi verið frekar einföld, með grunnþurrkun, sem heppnaðist ekki alltaf, heilinn var ekki fjarlægður og innri líffæri bara stundum. Í raun var betri gaumur gefinn að ytra útliti hins látna en innra,“ sagði hún einnig og bætti við að þessi múmía minni mun frekar á múmíur frá því 1.000 árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum