fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Frystivörurnar í Álaborg reyndust ansi sérstakar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 06:23

Það var vel gengið frá peningunum innan um frystivörurnar. Mynd:Danska tollgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum vöktu nokkur bretti með frystivörum athygli danskra tollvarða. Brettin komu til Grønlandshavnen í Álaborg. Samkvæmt farmskjölum var aðeins um venjulegar frystivörur að ræða á brettunum en skoðun tollvarða leiddi allt annað í ljós.

Á brettunum hafði 7,7 milljónum danskra króna, í reiðufé, verið komið vel fyrir innan um frystivörurnar.

Þetta er ekkert klink sem um ræðir. Mynd:Danska tollgæslan

Í tilkynningu frá tollgæslunni segir að peningarnir hafi verið vel faldir innan um frystivörur. Í ysta lagi pakkanna var ekkert markvert en eftir að þeir höfðu verið skannaðir og hundar, sem eru sérþjálfaðir til leitar að peningum, höfðu farið yfir pakkana fundust peningarnir.

Lögreglan tók við rannsókn málsins og er það nú höndum grænlensku lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?