fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Kökuboxið geymdi ótrúlegt leyndarmál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fann Wentworth Beaumont, sem býr á norðaustanverðu Englandi, gamalt kökubox heima hjá sér. Hann opnaði auðvitað kökuboxið, þó væntanlega ekki í þeirri trú að góðar kökur væru í því, og er óhætt að segja að innihaldið hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu.

„Ég hafði aldrei séð þetta box áður og þegar ég opnaði það hélt ég að þetta væri undarlegt safn af gömlum myntum. En ég veit ekkert um myntir og fannst því rétt að skoða þetta betur,“ sagði hann í samtali við BBC.

Það reyndist svo sannarlega vera hárrétt ákvörðun því í boxinu fannst meðal annars mynt sem er talin vera ein sú fyrsta sem var notuð í Bandaríkjunum en hún er talin vera frá 1652. Að auki voru fleiri gamlar myntir í boxinu.

Svona leit þetta út í boxinu. Mynd:Morton & Eden

Myntin frá 1652 verður seld á uppboði í Lundúnum í nóvember og er reiknað með að fyrir hana fáist 200.000 pund en það svarar til um 36 milljóna íslenskra króna.

Myntin er frá Nýja Englandi í Bandaríkjunum og trúði James Morton, myntsérfræðingur, varla eigin augum þegar hann fékk hana í hendur til skoðunar enda um toppeintak að ræða af einum skildingi.

Myntin dýrmæta. Mynd:Morton & Eden

Hann segir að myntin sé „stjarnan“ í safninu, sem var í boxinu, en í því voru einnig fleiri sjaldgæfar myntir, meðal annars nokkrar frá 1776.

Wentworth Beaumont er afkomandi William Wentworth sem fór í ferð til Nýja Englands 1636 og er því líklegt að hann hafi haft umrædda mynt með sér heim úr þeirri ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns