fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Oliver lést aðeins fimm ára að aldri – „Maður neyðist til að halda áfram að lifa“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 06:59

Oliver og fjölskylda hans. Skjáskot/DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars á síðasta ári lést Oliver Itkin aðeins fimm ára að aldri eftir harða baráttu við krabbamein. Eftir standa foreldrar hans og eldri bróðir hans, Philip, sem er níu ára.

Fjallað er um fjölskylduna í heimildarmyndaþáttaröðinni „Familier i sygdommens kløer“ sem var tekin til sýninga hjá Danska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þáttaröðinni er fylgst með fjölskyldum sem berjast við erfiða sjúkdóma. Fjallað var um Oliver og baráttu hans og fjölskyldu hans í þættinum í gærkvöldi.

Hann lést 7. mars á síðasta ári, aðeins fimm ára gamall. Með því að koma fram í heimildarmyndinni vill Pernille Itkin, móðir Oliver og Philip, beina sjónum fólks að því það hefur í för með sér að eiga alvarlega veikt barn, hylla líknarteymið sem gerði Oliver kleift að vera heima hjá sér síðustu stundir lífsins og einnig vill hún beina athyglinni að systkinunum sem standa eftir og gleymast oft þegar baráttan við dauðann stendur yfir.

Philip hefur nú staðið augliti til auglits við dauðann og það vekur að vonum upp spurningar hjá níu ára barni. „Þegar við vorum úti að keyra um daginn spurði Philip mig hvað muni verða um hann ef eitthvað kemur fyrir okkur (Pernille og eiginmann hennar, innsk. blaðamanns). Í staðinn fyrir að segja honum að það muni ekki gerast sagði ég honum frá öllum þeim stöðum þar sem hann gæti fengið að búa og öllu því fólki sem myndi gæta hans. Hann veit núna að eitthvað getur gerst. Önnur börn á hans aldri hugsa líklega ekki um það. Hjá okkur snýst þetta um að mæta honum og hugsunum hans í staðinn fyrir að vísa þeim á bug,“ sagði Pernille.

Hún sagði einnig að það væri erfitt að vera ættingi og að þörfin fyrir að deila sorginni með öðrum sé mjög mikil. „Ég hef sætt mig við að það er í lagi að brotna saman. Ég hef reynt að halda andlitinu og fela mig. En heimurinn öðlast ekki skilning á stöðu okkar ef við felum okkur,“ sagði hún.

Hún sagði að lífið væri ekki jafn „svart“ núna og það var skömmu eftir andlát Oliver en fjölskyldan berjist við að ná fótfestu í hinu daglega lífi. Þau hjónin hafa beint sjónum sínum mikið að Philip og líðan hans og hvernig hann læri best að lifa með sorginni.

Þegar hún var spurð hvernig sé hægt að halda áfram að lifa eftir að hafa misst það dýrmætasta í lífinu svaraði hún: „Maður neyðist til að halda áfram að lifa. Maður finnur sinn hverdag í því. Oliver var lífsglaðasta barn sem ég hef nokkru sinni hitt og hann elskaði lífið. Við skuldum honum að halda áfram að lifa,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi