fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Elísabet Bretadrottning eyddi nótt á sjúkrahúsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 05:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretadrottning var lögð inn á King Edward VII sjúkrahúsið í miðborg Lundúna á miðvikudaginn og dvaldi þar yfir nótt. Þetta var fyrsta innlögn hennar á sjúkrahús í átta ár. Talsmenn hirðarinnar skýrðu frá þessu í gærkvöldi.

Sky News skýrir frá þessu. Áður hafði verið skýrt frá því að drottningin hefði hætt við ferð til Norður-Írlands á miðvikudaginn að læknisráði.

Talsmaður hirðarinnar sagði að drottningin hafi verið lögð inn til „rannsókna“ en hefði snúið aftur til Windsor hallar um hádegisbil í gær og væri „hress“.

Innlögnin er ekki tengd COVID-19 og drottningin var komin á skrifstofu sína síðdegis í gær og sinnti léttum embættisverkum. Hún hefur sinnt fjölda embættisverka á síðustu vikum en fyrr í vikunni ráðlögðu læknar henni að hvílast í nokkra daga.

Elísabet er orðin 95 ára og í febrúar getur hún fagnað því að hafa verið drottning í 70 ár. Hún sinnir enn embættisskyldum af miklum krafti en hefur þó dregið úr vinnu og falið Karli krónprinsi að taka við að mörgum af þeim verkefnum sem heyra undir þjóðhöfðingjann. Fyrr í þessum mánuði sást hún ganga með staf en það var í fyrsta sinn sem hún notaði staf á almannafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“