fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“

Pressan
Miðvikudaginn 20. október 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá fáheyrði og ógeðfelldi atburður átti sér stað í Bretlandi að flugvél losaði sig við uppsafnaðan úrgang farþega á meðan hún var á lofti. Vegna þessa lenti óheppinn íbúi í því að garður hans varð útataður í mannaúrgang, sem líklega er martröð í hugum margra. Það sem verra var, þá var maðurinn sjálfur úti í garð sínum þennan dag í júlí að njóta sumarsins.

Maðurinn kemur frá Windsor á Bretlandi og eftir þennan óskemmtilega atburð setti hann sig í samband við bæjarstjórn til að kvarta yfir uppákomunni.

Bæjarfulltrúinn Karen Davies lýsir aðstæðum svo að „allur garðurinn“ hafi verið þakinn úrgangi.

„Ég veit að það gerist nokkrum sinnum á ári hverju að frosinn úrgangur er losaður úr flugvélum. En þetta var ekki frosið og allur garðurinn hans var útataður á verulega ógeðfelldan máta.

Maðurinn var úti í garðinum þegar þetta gerðist, svo þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla. Vonandi gerist þetta aldrei aftur fyrir íbúana hér.“

Vanalega er úrgangur geymdur í sérstökum geymum í flugvélum sem er losað úr þegar flugvél hefur lent. En ekki þennan dag í júli.

Einn bæjarfulltrúi telur líklegt að góða veðrið þennan dag hafi gert það að verkum að úrgangurinn var meira fljótandi heldur en venjulega í þessum tilvikum. Líklega séu líkurnar um einn á móti milljarði að verða fyrir mannaskít sem losaður er úr flugvél.

Einn íbúi í nágrenninu hefur bent á að vatnsveitur eru sektaðar um fleiri milljónir ef þær losa úrgang í vatnakerfi. „Þegar flugvél losar þetta ofan á höfðið á fólki þá finnst mér það töluvert verra, ef ég er hreinskilinn.“

Heimild: BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum