fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

„Málinu er lokið“ – 99,9% allra rannsókna sýna sömu niðurstöður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að 99,9% af öllum vísindamönnum eru sammála um að loftslagsbreytingarnar megi rekja til okkar mannanna. Það má því segja að miðað við þessar niðurstöður sé engin ástæða til ræða sérstaklega hvort við höfum áhrif á loftslagsbreytingarnar sem gera nú vart við sig. Að minnsta kosti þurfa vísindamenn ekki að ræða þetta neitt sérstaklega miðað við niðurstöður rannsóknarinnar.

Um er að ræða rannsókn sem var gerð á öðrum rannsóknum er snúa að loftslagsbreytingunum. Rannsóknin hefur verið birt á vef IOP Science. Eins og fyrr sagði er niðurstaða hennar afgerandi, 99,9% fyrri rannsókna sýna að við mennirnir höfum haft mikil áhrif á loftslagsbreytingarnar.

Rannsóknin náði til ritrýndra rannsókna á tímabilinu 2012 til 2020. Fyrst fóru vísindamennirnir yfir 3.000 rannsóknir sem voru valdar af handahófi. Í þeim fjölda fundu þeir 4 tilfelli þar sem spurningarmerki var sett við ábyrgð okkar mannanna á loftslagsbreytingunum.

Því næst rannsökuðu þeir gagnagrunn 88.125 rannsókna og leituðu að lykilorðum varðandi efasemdir um áhrif okkar á loftslagsbreytingarnar. Þetta voru orð á borð við „eðlileg hringrás“ eða „geimgeislar“. Niðurstaðan var að þeir fundu 28 rannsóknir þar sem efast var um áhrif okkar á loftslagsbreytingarnar. Allar höfðu þessar rannsóknir verið birtar í lítt þekktum vísindaritum.

Rannsakendurnir segja að þetta sýni að efasemdarraddir innan vísindasamfélagsins séu þagnaðar. „Málinu er lokið. Það er engin, sem skiptir máli í vísindasamfélaginu, sem efast um að loftslagsbreytingarnar séu mannanna verk“ segir Mark Lynas, aðalhöfundur rannsóknarinnar, að sögn The Guardian.

Hann segist telja að niðurstaðan gefi tilefni til breytinga á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook þar sem efasemdarfólk getur viðrað efasemdir sínar. „Samfélagsmiðlar, sem gera fólki kleift að dreifa röngum upplýsingum um loftslagið, verða að skoða algóritma sína og stefnur, að öðrum kosti verða heilbrigðisyfirvöld að gera það,“ er haft eftir honum.

Rannsókn frá 2013 sýndi að 97% rannsókna á loftslagsmálum á árunum 1991 til 2012 studdu þá skoðun að við mennirnir berum ábyrgð á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest