fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Hellir á Gíbraltar gæti varpað ljósi á menningu Neanderdalsmanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. október 2021 15:45

Úr hellinum. Mynd:Photograph: Clive Finlayson/Gibraltar Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega nýjan afkima í Gorham‘s hellunum á Gíbraltar. Hafði þessi afkimi þá verið algjörlega einangraður frá umheiminum í að minnsta kosti 40.000 ár. Talið er að hann geti varpað ljósi á menningu og siði Neanderdalsmanna sem bjuggu á svæðinu.

Fyrir níu árum byrjuðu vísindamenn að rannsaka Vanguard hellinn, sem er hluti af Gorham‘s hellunum, til að kortleggja raunverulega stærð hans og til að rannsaka hvort þar væru afkimar og hellar sem væru lokaðir með sandi.

Í síðasta mánuði fann teymið gat í jarðlögum. Það var víkkað og vísindamenn gátu skriði í gegn og komust þá inn í afkima þar sem voru bein úr dýrum. Clive Finlayson, þróunarlíffræðingur og forstjóri þjóðminjasafnsins á Gíbraltar, sagði að um töluvert stórt rými sé að ræða og þangað hafi enginn komið í 40.000 ár hið minnsta. Hann sagði að eitthvað dýr hafi dregið hluti og dýr inn í hellinn fyrir löngu. Það sýni för á veggjum. Líklega séu förin efir gaupur.

Hann sagði að einnig séu ummerki um að Neanderdalsmenn hafi verið í hellinum en ýmis verkfæri, sem tengist þeim, hafi fundist þar. Einnig fundu vísindamennirnir mjólkurtönn úr barni af ætt Neanderdalsmanna. Telja þeir að barnið hafi verið drepið af dýri og síðan hafi ættingjar þess komið líki þess fyrir. Þetta geti varpað ljósi á útfararsiði Neanderdalsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá